Útgáfuhóf | Shota Rustaveli á íslensku
6. desember 2024

Útgáfuhóf | Shota Rustaveli á íslensku

Borgarbókasafninu í Grófinni
Sendiráð Georgíu gagnvart Íslandi, Hrannar Arnarsson, kjörræðismaður Georgíu á Íslandi, Borgarbókasafnið, Landsbókasafn og Snorrastofa bjóða til opins viðburðar þar sem kynnt verður fyrsta íslenska útgáfan, með völdum köflum úr heimbókmenntaverkinu The Knight in the Panther’s Skin, eftir georgíska miðaldaskáldið Shota Rustaveli – Snorra Sturluson Georgíu og Kákasussvæðisins. Að kynningunni lokinni verður boðið uppá léttar veitingar og georgísk vín.
 
The Knight in the Panther’s Skin nýtur viðurkenningar sem eins af mikilvægustu verkum heimsbókmenntanna og hefur það verið þýtt á yfir 50 tungumál. Þar er fjallað um jafnréttismál, tjáningarfrelsið, umhyggju og gagnkvæma virðingu sem enn á fullt erindi við samtímann, bæði á Íslandi og í Georgíu og er útgáfan mikilvægt framlag til að tengja ríkulegan sagnaarf þjóðanna og menningartengsl.
 
Útgáfuhófið fer fram í Borgarbókasafninu í Grófinni, föstudaginn 6. desember milli kl. 15 og 17. Það væri okkur sönn ánægja ef áhugafólk um bókmenntir og menningartengls Íslands og Georgíu myndu gleðjast með okkur við þessu merku tímamót í menningarsamskiptum landanna.
 
Vinsamlegast látið vita hvort þið komist á viðburðinn hér:
 
Viðburðurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.